Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
27.5.2008 | 09:58
Fuglar
Á haustönn unnum við með fugla. Við skrifuðum word skjal um allar gerðir fugla og áttum svo að færa það yfir í annaðhvort power point eða movie maker. Ég valdi að gera þetta í movie maker. Í videoinu þá fjalla ég um allar gerðir fugla og vel svo einn af hverri tegund. Það er fjörugt lag með þessu. Þegar ég gerði þetta lærði ég allt sem ég veit um fugla. Endilega gefið ykkur tíma til að skoða myndbandið.
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2008 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 08:25
Ungverjaland og uppgjör
Okkur var sagt að fara og vinna glærur um eitthvað land í Evrópu. Ég byrjaði á því að vinna Króatíu, en það er glæran sem að þið getið séð í færslunni fyrir neðan. Eftir að hafa klárað að skrifa um Króatíu átti ég að velja annað land sem átti að vera í Austur-Evrópu en þá valdi ég Ungverjaland. En ég hef farið til Ungverjalands og mig langaði að fræðast aðeins meira um landið. Þetta hefur verið svolítið erfitt vegna þess að ég hef verið að vinna svo kallað "nörda verkefni" með nokkrum öðrum krökkum. Þessar glærur kynna löndin frá því hvað það er stórt og að því hvað er hægt að gera þar sér til gamans þar. Ég lærði miklu meira þegar að ég vann glærurnar um Króatíu. Það var vegna þess að ég vissi svo mikið sem ekkert um Króatíu nema að það væri land í Evrópu sem er lengst í burtu frá Íslandi. Ég notaðist við tvær vefsíður sem eru ferðaheimur og svo en.wikipedia.org en þaðan koma allar tölur og fullt af öðrum upplýsingum. Ég átti líka ferðahandbók um Ungverjaland sem pabbi minn á en við fjölskyldan fórum þangað í fyrra (sumarið 2007). Ég vona að ef einhver vilji lesa glærurnar.
Ægir
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 08:23